Verkefni
Við hjá Fjöltak tökum að okkur allsherjar rafmagnsbreytingar, nýsmíði eða uppfærslur í allar gerðir af tækjum.
Björgunarsveitabíll
Fjórhjól
Björgunarsveitabíll
Unimog
Drykkjarstöð
Fyrir nokkru síðan leituðu samstarfsaðilar okkar til okkar með breytingar á kerru sem á að geta staðið sem drykkjarstöð á kvikmyndatökusetti. Við segjum aldrei nei og tókum áskoruninni og fljótlega barst okkur yfirbyggð kerra til þess að breyta. Það sem við gerðum var að
– smíða opnanlega lúgu á hliðina
– smíða borð undir vatnsvélar og kaffikönnur
– lögðum tvöfalt rafkerfi, 12v og 220v
– smíðuðum utan um vatnsvélar og gerðum hillu til þess að hlaða síma
– settum gasmiðstöð í kerruna
– settum ljós í öll rými
– settum 5 USB háhraða tengipunkta og margt margt fleira.
Þegar búið er að stilla kerrunni upp er hægt að fá sér vatn, kolsýrt vatn, kaffi eða hlaðið síma. Markmiðið var að vera með sjálfbæra einingu við erfiðustu aðstæður, t.d. við kvikmyndatökur uppi á hálendi að vetrartíma.
Öll vinna í kerrunni var unnin á verkstæði okkar en meðal annars var unnið með ryðfrítt stál, ál, timbur og rafmagn
Sjúkrabílar
Það má segja að síðustu dagar hafi verið sjúkrabíladagar hjá okkur en nokkrir slíkir litu við hjá okkur í vikunni og náðu í smá uppfærslu. Var uppfærslan sú að við fjarlægðum einn stól úr bílunum og settum í staðinn vöggu fyrir stigastól sem var hönnuð og smíðuð á verkstæðinu hjá okkur. Því næst var gert stærra gat undir toppinn í búnaðarrýminu svo hægt sé að koma fyrir stærri skröpum í bílnum.
Skemmtilegt verkefni og fengu fimm sjúkrabílar svona uppfærslu í þetta skipti
Björgunarsveitabíll
Þessi flotti Hilux frá Björgunarsveitinni Björg renndi við hjá okkur í rigningunni um daginn og fékk smá dekur. Eitt og annað var græjað í hann, meðal annars var
– öllum gulum og bláum blikkljósum skipt út fyrir dual color LED blikkljós
– settir nýir Bulldog kastarar að aftan
– bætt við blikkljósum í afturstuðara
– skipt um ARB læsingadælu húddi
– settir Magnetic Mic haldarar á báðar talstöðvar.
Markmiðið þessa verkefnis var að uppfæra gamla ljósabúnaðinn og þannig gera bílinn mun sýnilegri við erfiðar aðstæður.
Sexhjól
Björgunarsveit Biskupstungna leitaði til okkar fyrir stuttu síðan varðandi breytingar og merkingar á nýju sexhjóli sem þeir voru að fá afhent. Við sóttum hjólið í umboðið og græjuðum á það
– auka bensíntank með festingum fyrir ljós
– ARB loftdælu
– 8 rása auka rafkerfi
– hleðsluvaktara
– blá og gul blikkljós
– sex vinnuljós
– festingar fyrir VisionX Shocker ledbar (ekki á mynd)
– háklassa endurskin á allt hjólið
– Garmin Tread GPS tæki
Um er að ræða virkilega vel útbúið björgunarsveitarhjól þar sem markmiðið var að halda öllum geymsluhólfum heilum og gera sem fæst göt fyrir blikkljósin. Niðurstaðan var að smíða festingar fyrir ljósin á aukatankinn sem bæði eykur sýnileika og endingu. Þá voru einnig sérsmíðaðar festingar fyrir loftdælu og aukarafkerfi inni í grind hjólsins.
Buggy bílar
Við græjuðum þennan geggjaða buggy bíl með stuttum fyrirvara og afhentum hann í dag til notkunar í tengslum við eldgosið.
Við sóttum bílinn, renndum honum inn á verkstæði og settum eftirfarandi á bílinn
– hágæða endurskinsmerkingar á allar hliða
– öfluga kastara að framan og led bar á topp
– blá blikkljós sem sjást vel allan hringinn
– vinnuljós allan hringinn
– hleðsluvaktara á rafgeymi
– tveir sérsmíðaðir þverbogar undir ljósin á toppnum
Bifreiðar
Þessi nýlega Kia Sorento kom til okkar fyrir stuttu í minniháttar björgunarsveitar standsetningu. Björgunarsveitin Þorbjörn festi kaup á bílnum fyrir stuttu síðan til þess að minnka álagið á stærri tækjum sveitarinnar. Við hjá Fjöltak tókum við bílnum þegar hann kom og græjuðum eitt og annað.
– Allsherjar merkingar og endurskinsmerkingar á öllum hliðum
– Nýr blikkljósabar á toppinn með vinnuljósum á hliðum
– Blikkljós í grillið
– 200w sírena
– Tetra talstöð á milli sæta
– VHF hleðsludokka í farþegahurð
– Vasaljós í hleðsludokku í bílstjórahurð
– 220v hleðsluvaktari á rafgeymi
– Magnetic Mic undir míkrafón á talstöðinni sem fæst nú hjá Fjöltak
Húsgámar
Fjöltaks hefur að undaförnu unnið að endurbótum á sérstökum húsgámum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Húsgámarnir eru útkallseiningar ætlaðar til þess að geta farið með hvert á land sem er með stuttum fyrirvara þegar stærri verkefni koma upp en þess á milli nýtast þau mjög vel undir mannskap sem sinnir hálendisvakt á hálendi Íslands yfir sumartímann. Húsgámarnir eru tveir, annar fyrir fjóra og hinn fyrir sex en eru að örðu leyti alveg nákvæmlega eins. Það sem var gert á verkstæðinu okkar var eftirfarandi:
– Kojur og timburverk endursmíðað
– Settar upp innréttingar og ný loftljós
– Smíðaður bekkur og hann bólstraður
– Settir voru tveir mjög stórir rafgeymar inn í innréttingu
– Alveg nýtt 12v rafkerfi sett í þá
– Komið fyrir 200w sólarsellu, gasmiðstöð, helluborði
– Mikið af USB tenglum í hvoru húsi ásamt mæli fyrir hleðslu á geymum
– Lesljós og USB við hverja koju
– Tetra og VHF komið fyrir ásamt stórum loftnetum
– Teletonika 4g Router ásamt stóru loftneti
– Minniháttar endurskinsmerkingar bætt við á topp og settar nýjar merkingar að utanverðu
– Settar gaslagnir fyrir miðstöð og eldavél ásamt festingum fyrir gaskúta
Gámarnir fóru frá okkur beint á hálendisvakt en annar gámurinn er nú staðsettur í Landmannalaugum en hinn í Drekagili við Öskju. Öll vinna við gámana var unninn á verkstæðinu hjá okkur þ.m.t rafmagnsvinna, járna- og trésmíði ásamt merkingum.
Benz Sprinter
Þessi nýlegi Benz Sprinter kom til okkar í standsetningu á dögunum og var eitt og annað gert.
– Settum loftpúða undir hann að aftan með sjálfvirkum hleðslujafnara
– Smíðuðum alsjálfvirkt loftstýrikerfi í hann með loftdælu, engir takkar og ekkert vesen
– Bættum við vinnuljósum að aftan
– Settum loftrist í gegnum toppinn til þess að auka loftgæði í farmrými
– Settum merkingar á bílinn og gerðum hann klárann í vinnu
Slökkvibíll
Þessi flotti slökkvibíll kom til okkar í smá endurbætur þar sem eitt og annað var græjað.
– Skipt um blá blikkljós á toppi
– Bætt við 10 minni blikkljósum á afturenda og hliðar
– Settar háklassa battenburg endurskinsmerkingar á ökumannshús
– Sett ný bakkmyndavél og nýr skjár í mælaborð
– Öll blá blikkljós samstillt til að auka sýnileika bílsins